Mannlíf

Góðgerðartónleikar unglingaráðs til styrktar Minningarsjóðs Ölla
Föstudagur 21. febrúar 2020 kl. 11:00

Góðgerðartónleikar unglingaráðs til styrktar Minningarsjóðs Ölla

Þann 4. mars næstkomandi mun Unglingaráð Fjörheima halda Góðgerðartónleika í Hljómahöll til styrktar Minningarsjóðs Ölla. Tónleikarnir verða frá klukkan 20:00-22:00 en húsið opnar klukkan 19:00. Miðaverð á viðburðinn eru 3.000 krónur.

Þeir tónlistarmenn sem munu stíga á svið eru Valdimar Guðmundsson ásamt Ásgeiri Aðalsteinssyni gítarleikara, Már Gunnarsson, Ísold Wilberg, Hljómsveitin Demo, Frid og Sesselja Ósk Stefánsdóttir.

Unglingaráð Fjörheima samanstendur af ungum og öflugum ungmennum í 8.-10. bekk í Reykjanesbæ en hlutverk þeirra er að skipuleggja dagskrá, halda viðburði og taka þátt ýmsum öðrum störfum sem snerta félagsmiðstöðina.

Minningarsjóður Ölla styrkir börn til íþróttaiðkunar sem ekki eiga kost á því vegna bágrar fjárhagsstöðu foreldra eða umsjónarmanna.

Allur ágóði viðburðarins rennur til Minningarsjóðs Ölla en unglingaráðið kaus að styrkja þennan tiltekna sjóð því þau telja íþróttir- og tómstundarstarf sé góð forvörn fyrir ungmenni.