Miðvikudagur 9. apríl 2003 kl. 17:42
Guðni veitir Skógfelli styrk

Í dag veitti Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra Skógræktarfélaginu Skógfelli, Vatnsleysuströnd styrk að upphæð 100 þúsund krónur. Tilefnið er að félagið hefur eignast Háabjalla, sem er 15 hektara land í kringum skógivaxið svæði ofan Reykjanesbrautar þar sem hæstu tré á Suðurnesjum eru.Ráðherra plantaði af þessu tilefni tveimur trjám sem skýrð voru Oktavía og Guðni. Tilgangur styrksins er að bæta aðgengi að svæðinu, laga skilti og hlið og verja landið í kringum lundinn.
Fleiri myndir frá gróðursetningunni.