Mánudagur 1. desember 2003 kl. 13:52
Haka og járnkarli beitt í morgunskímu

Sólin sleikti Reykjanesfjallgarðinn meðan hverfisvinir Reykjanebæjar unnu að viðgerðum á gatnakerfinu í Innri Njarðvík nú í morgun. Svartasta skammdegið er að ganga í garð en jólaljósin munu halda því í skefjum næsta mánuðinn eða svo. Sólroði í morgunsárið lífgar einnig upp á tilveruna. Haka og járnkarli var beitt á frosna jörðina í morgun af hverfisvinunum okkar. Leiðinleg hola í malbikinu hafði fengið sína útför og verður nú fyllt með varanlegu slitlagi til framtíðar. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson