Mannlíf

Hátíð til heiðurs munkum
Föstudagur 25. nóvember 2016 kl. 06:00

Hátíð til heiðurs munkum

Haldin var Kathina hátíð í Búddahofinu við Tjarnargötu í Reykjanesbæ þann 13. nóvember síðastliðinn. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, heimsótti hofið við það tilefni.

Kathina hátíðin á sér langa hefð í gegnum aldirnar hjá búddistum víða um heim. Orðið Kathina vísar til ramma úr viði sem notaður er til að mæla lengd og vídd á kuflum búddamunka. Tilgangur hátíðarinnar er að heiðra munka sem hafa varið þremur mánuðum fyrir hátíðina í að hreinsa hug sinn og líkama og afhenda þeim nýja kufla. Meðfylgjandi myndir voru teknar á Kathina hátíðinni í Reykjanesbæ á dögunum.