Hattar og „grís-lingar“ á Nesvöllum - myndir
Það var heldur betur fjör á Nesvöllum sl. föstudag. Þar var haldinn hattadagur þar sem eldri borgarar mættu með skrautleg höfuðföt í tilefni dagsins.
Þá mættu sannkallaðir grís-lingar í hús. Ungmenni sem taka þátt í uppsetningu á söngleiknum Grís í Frumleikhúsinu komu á Nesvelli og fluttu atriði úr söngleiknum við góðar undirtektir.
Meðfylgjandi myndir tók Sigfús Aðalsteinsson við þetta tækifæri.