Mannlíf

Fimmtudagur 5. september 2002 kl. 12:47

Héðinn Waage gefur út ljóðabók

Héðinn Waage sem er íbúum Reykjanesbæjar að góðu kunnur hefur gefið út ljóðabókina "Leiðin til ljóssins" en ljóðabókin fjallar um sjúkdómssögu Héðins og almennt um barninginn í lífinu. Nokkur ljóð í bókinni eru tileinkuð vini Héðins, Júlíusi Samúelssyni myndlistarmanni en sýning á verkum hans verður á efri hæð Svarta pakkhúsins á Ljósanótt. Héðinn gefur ljóðabókina út sjálfur og verður hún til sölu í Svarta pakkhúsinu. Verð ljóðabókarinnar er 1.500 krónur.