Heilsast vel eftir hjartaaðgerð

Emelía hélt utan ásamt foreldrum sínum, þeim Hjördísi Gísladóttur og Birki Frey Hrafnssyni, á fimmtudaginn, en þau gætu verið úti næstu eina til þrjár vikur, eftir því hvernig Emelíu litlu gengur að ná sér.
Allt frá upphafi hafa þau Hjördís og Birkir verið dyggilega studd af fjölskyldu, vinum og bæjarbúum.
Til að létta undir með fjölskyldunni ungu hefur reikningur verið stofnaður í Landsbankanum í Grindavík, og er númerið á honum: 0143-05-63285, kt: 120961-3149. Þar geta þeir sem eru aflögufærir og vilja styrkja þau lagt sitt af mörkum.