„Heimskautin heilla“ enn opin

Opnun sýningarinnar er hluti af menningarhátíðinni Pourquoi-pas? Franskt vor á Íslandi. Sýningin er jafnframt framlag Háskóla Íslands til Vetrarhátíðar. Leitast hefur við að endurskapa það magnaða andrúmsloft sem ríkti um borð í rannsóknaskipunum á sínum tíma, en auk þess hefur verið safnað saman margvíslegum fróðleik í máli og myndum um ævi Charcots og störf.
Opnunartímar eru: Virka daga frá kl. 9:00 til 17:00, Helgar frá kl. 13:00 til 17:00.
Vf-mynd/elg