Fimmtudagur 2. desember 1999 kl. 16:29
HERRAKVÖLD KÖRFUSTRÁKA

Herrakvöld körfuknattleiksdeildar Keflavíkur var haldið í félagsheimilinu við Mánagrund um síðustu helgi. Góðir stuðningsmenn mættu og skemmtu sér ásamt leikmönnum. Það vakti athygli að engin var dansmeyjan á herrakvöldinu, enda nú boðið upp á dans í bæjarfélaginu öll kvöld vikunnar við misjafna hrifningu bæjarbúa. Strákarnir hér að neðan tóku á móti ljósmyndara VF á helgarvaktinni og fylgdu honum í hófið.