Mannlíf

Í geislaglóð haldnir í Ytri Njarðvíkurkirkju
Fimmtudagur 29. júní 2023 kl. 14:13

Í geislaglóð haldnir í Ytri Njarðvíkurkirkju

Í geislaglóð, klassískir söngtónleikar, verða haldnir í Ytri Njarðvíkurkirkju mánudaginn 3. Júlí kl. 20.

Á tónleikunum koma fram tónlistarkonurnar Svafa Þórhallsdóttir, söngkona sem á ættir sínar að rekja á Suðurnesin, og Galya Kolarova, píanóleikari frá Danmörku. Þær hafa starfað saman um árabil og komið fram á fjölmörgum tónlistarhátíðum í Danmörku.

Efnisskráin er mjög fjölbreytt og ættu allir að heyra eitthvað við sitt hæfi. Íslensk sönglög, ítalskar aríur og sérstakur gestur tónleikana verður Cesar Alonzo Barrera, spænskur tenórsöngvari nýfluttur á Suðurnesin, og mun hann flytja nokkrar aríur og dúetta með þeim stöllum. Þau lofa ánægjulegu kvöldi með dásamlegri tónlist!