Iceland Airwaves í Bláa lóninu

Tommi White Big Band mun halda uppi góðri stemningu í Bláa lóninu á laugardag. Plötusnúðurinn Tommi White hefur getið sér gott orð á vinsælustu kaffihúsum og skemmtistöðum borgarinnar en hann er þekktur fyrir sinn sérstaka stíl sem vakið hefur athygli bæði hér heima og erlendis. Tommi hefur nú fengið fleiri listamenn til liðs við sig og saman hafa þeir myndað skemmtilega sveit sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.
Allir eru hvattir til þess að mæta og sameina góða skemmtun og slökun í heilsulindinni.