Innrásarvíkingar gleðja Suðurnesjamenn
Uppistandshópurinn Innrásarvíkingarnir verða á ferð um landið í sumar en hópurinn samanstendur af Rökkva Vésteinssyni, Begga blinda og ÓskariP sem er borinn og barnfæddur Keflvíkingur.
Strákarnir eru væntanlegir til Reykjanesbæjar núna á fimmtudaginn 30. júní þar sem þeir troða upp á Paddy´s. Skemmtunin hefst klukkan 21:00 og stendur í eina og hálfa klukkustund og það kostar 1500 inn á sýninguna sem kallast, Innrásarvíkingarnir sigra Ísland: því hálvitar eiga að vera heima hjá sér.
Mynd: Óskar, Beggi og Rökkvi ætla að gleðja Suðurnesjamenn á fimmtudaginn.