Mannlíf

Jesur Christ Superstar í Keflavíkurkirkju í kvöld
Sunnudagur 24. mars 2013 kl. 12:25

Jesur Christ Superstar í Keflavíkurkirkju í kvöld

Rokkóperan ,,Jesus Christ Superstar verður frumflutt í Keflavíkurkirkju í kvöld kl.20. Um er að ræða messu sem flutt verður í kirkjum á Suðurnesjum í dymbilviku af Kór Keflavíkurkirkju ásamt hljómsveit og völdum söngvurum með væntanlegan Eurovisionfara Eyþór Inga í fararbroddi.

Keflavíkurkirkja hefur undanfarin ár ekki legið á liði sínu í öflugu tónlistarstarfi Reykjanesbæjar og ræðst nú í enn eitt metnaðarfullt verkefni á föstunni. Samkvæmt hefðinni er það píslarsagan sem er umfjöllunarefnið en á nokkuð nýstárlegan hátt,

Stjórnandi verksins er Arnór B. Vilbergsson organisti í Keflavíkurkirkju en hann hefur einnig útsett tónlistina sérstaklega fyrir kórinn og hljómsveitina. Eins og flestir vita er tónlistin eftir Andrew Loyd Webber og Tim Rice en Hannes Örn Blandon þýddi textann á íslensku. Sr. Skúli S. Ólafsson hefur samið hugleiðingar um síðustu daga Krists sem verða fluttar milli laganna af sóknarprestum hverrar kirkju.

Aðgangur er öllum opinn en tekið verður á móti framlögum í orgelsjóð Keflavíkurkirkju.