Laugardagur 5. desember 1998 kl. 09:15
JÓLATÍSKAN

Ein glæsilegasta tískusýning sem haldin hefur verið á Suðurnesjum var í Stapanum um helgina. Þá sýndi Billabong allt það nýjasta fyrir fólk á aldrinum 9-99 ára á jólahlaðborði Stapans. Sautján manns tóku þátt í sýningunni sem tók 23 mínútur í sýningu. Hulda Lár og Emilía Jónsdóttir settu upp sýninguna en þær Alda og Aldís á Arthúsinu sáu um hárgreiðslu. Við bendum á fleiri myndir úr sýningunni í auglýsingu frá Billabong á baksíðu Jólahandbókar Víkurfrétta.Fleiri tískusýningar hafa verið í Stapa því í síðustu viku sýndi Kóda fatnað fyrir unglinga á sérstökum unglingadansleik í Stapa.