Mannlíf

Keflvíkingur í Idol stjörnuleitinni
Miðvikudagur 5. nóvember 2003 kl. 15:49

Keflvíkingur í Idol stjörnuleitinni

Suðurnesjamaðurinn Arnar Dór Hannesson keppir í Idol Stjörnuleit á föstudagskvöldið á Stöð 2, en Arnar er eini Keflvíkingurinn sem hefur komist svo langt í keppninni. Arnar Dór er 21 árs og stundar nám við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Arnar er nýfluttur til Hafnarfjarðar, en bjó áður í Keflavík og álýtur sig hreinræktaðan Keflvíking. Arnar fór að syngja fyrir um einu og hálfu ári síðan og hefur þanið raddböndin í brúðkaupum og árshátíðum. Keppnin á Stöð 2 hefst klukkan 20:30 á föstudagskvöld.
Í febrúar mun Arnar syngja aðalhlutverkið í söngleiknum Hárinu sem Fjölbrautaskólinn í Breiðholti setur upp í Austurbæjarbíói og segist hann vera spenntur að takast á við það hlutverk. Sýningar á Hárinu verða alls 13 talsins.

Hvaða lag bræðir hjartað um leið?
Þú fullkomnar mig.

Hvaða lag myndirðu syngja til að bræða hjarta stúlku?
Have i told you latley that i love you.

Syngurðu í sturtu?
Jáhá, svo sannarlega.

Uppáhaldsútvarpsstöðin?
Allt nema gufan,hlusta á þetta mest allt.

Hver væri þín mesta martröð?
Að detta út í þessari keppni, þetta hefur verið draumur minn síðan það fréttist að Idolið væri að koma til Íslands.

Nagarðu blýantana þína?
Já þegar ég er stressaður, ég er að semja við Dodda í bókabúð keflavíkur um kaup á blýöntum, ég hef verið svo stressaður undanfarnar vikur.

Hvernig finnst þér að hlusta á sjálfan þig syngja?
Gaman þegar vel gengur, en þegar það gengur illa að þá get ég orðið brjálaður en það þýðir víst lítið.