Kínversk orkuleikfimi í Flugstöðinni
Hluti af heilsuvikunni var stutt kennslustund í hinni heimsfrægu Kínversku orkuleikfimi Qigong sem að Suðurnesjamaðurinn Gunnar Eyjólfsson hefur verið frumkvöðull að hér á landi.
Leikfimin fór fram í innritunarsal Flugstöðvarinnar, undir handleiðslu Hrefnu Hallgrímsdóttur leikkonu, við góðar undirtektir starfsmanna. Ekki er hægt að segja annað en gjörningurinn hafi vakið athygli hjá gestum og gangandi og síðast en ekki síst hvatt marga til huga að andlegri og líkamlegri heilsu sinni til langframa.