Kofforti ýtt úr vör

Markmiðið með verkefninu er að auka aðgengi foreldra og barna að bókum og hvetja foreldra til að lesa fyrir börn sín. Með verkefninu er minnt á bókasafnið og mikilvægi þess að lesa fyrir börn frá unga aldri. Hvert barn má hafa 1 – 2 bækur að láni í einu í allt að eina viku, allt eftir fyrirkomulagi hvers leikskóla.
Mynd: Rúnar litli Júlíusson og móðir hans Guðný Kristjánsdóttir tóku fyrstu bækurnar úr koffortinu að láni. Guðný er fulltrúi í menningarráði Reykjanesbæjar og eini fulltrúinn með barn í leikskóla.
VF-mynd: elg