Kóngur – Kjáni - Illmenni

5 700 400 og er opið frá kl. 13. [email protected] www.salurinn.is
Bjarni Thor Kristinsson er borinn og barnfæddur Suðurnesjamaður. Eftir söngnám á Íslandi lá leið hans til framhaldsnáms við Tónlistarháskólans í Vín hjá Helene Karusso og Curt Malm. Árið 1997 var hann ráðinn sem einn af aðalsöngvurum Þjóðaróperunnar í Vín (Wiener Volksoper) samhliða því að koma fram sem gestasöngvari við ýmis óperuhús, m.a. Ríkisóperuna í Berlín, Íslensku óperuna og óperuna í Wiesbaden. Bjarni sneri sér alfarið að lausamennsku árið 1999 og hefur sungið víða eftir það, m.a. við Parísaróperuna og Teatro Massimo á Sikiley. Á næstum mánuðum syngur Bjarni m.a. í Verona, Flórens, Berlín, París, Vín og Chicago. Sjá einkaviðtal við Bjarna Thor í TVF sem kemur út á næstunni.