Mánudagur 12. maí 2003 kl. 15:37
Kría á bólakafi

Kríurnar eru komnar í þúsundaatali á Reykjanesið. Við tjörnina í Sandgerði var lítið um kríur og eru þær án efa að átta sig á aðstæðum á Suðurnesjum eftir langt flug. En krían sem var við tjörnina var í óða önn við mataröflun og var tilkomumikið að sjá hana steypa sér í kaf í tjörnina og koma upp með síli í goggnum.
VF-ljósmynd: Jóhannes Kr. Kristjánsson