Kveikt á jólatrénu í Grindavík í dag

Áður hafði athöfninni verið frestað vegna veðurs, en nú viðrar vel til útiveru. Ólafur Örn Ólafsson, bæjarstjóri mun flyta erindi áður en talið verður niður og ljósin tendruð á trénu sem og á jólaljósaskiltinu á Þorbirni.
Eftir það mæta jólasveinar og leiða Grindvíkinga í dansi í kringum jólatréð og er óhætt að lofa miklu fjöri.