Mánudagur 2. júní 2003 kl. 22:47
Kvöldsólin beint í augun!

Kvöldsólin hefur nú brotist fram úr skýjunum í Reykjanesbæ. Þegar sólin er lágt á lofti getur hún verið hættuleg. Meðfylgjandi mynd er tekin á Hafnargötunni og þar fer sólin beint í augun þegar ekið er niður götuna. Mega ökumenn þakka fyrir að allir séu vakandi í umferðinni. Hafnargatan er einnig varhugaverð, enda standa þar yfir stórframkvæmdir og ökumenn geta hreinlega átt á hættu að enda ofan í skurði ef þeir fara ekki að öllu með gát.Verktakar hafa unnið af krafti við götuna í dag en lokafrágangi á kaflanum milli Aðalgötu og Tjarnargötu á að ljúka 16. júní nk. eða eftir tvær vikur.
VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson