Föstudagur 3. janúar 2003 kl. 16:01
Leikfélag Keflavíkur með frumsamið leikrit

Leikfélag Keflavíkur frumsýnir leikritið Ráðalausir menn í janúar sem skrifað er og leikstýrt af Keflvíkingnum Siguringa Sigurjónssyni. Siguringi segir að stefnan sé að frumsýna verkið þann 24. janúar næstkomandi. Tveir leikarar koma fram í leikritinu og segir Siguringi að verkið fjalli um tvo unga menn sem séu ráðalausir í kvennamálum: „Það mætti segja að í verkinu komi fram ákveðin kvennaádeila og ekki síður ádeila á þá sjálfa. Húmorinn felst í sjálfshæðninni sem kemur fram hjá þeim sjálfum,“ sagði Siguringi í samtali við Víkurfréttir. Leikritið er frumraun höfundarins og verða sýningartímar nánar auglýstir síðar.
Ljósmynd frá frumsýningu Revíunnar sem Leikfélag Keflavíkur sýndi fyrir jól.