Framsóknarflokkurinn
Framsóknarflokkurinn

Mannlíf

Leiksýningin Oddur og Siggi sýnd fyrir grunnskólanema í Reykjanesbæ
Miðvikudagur 21. mars 2018 kl. 15:45

Leiksýningin Oddur og Siggi sýnd fyrir grunnskólanema í Reykjanesbæ

Hversu mikið skipta móttökur nýs bekkjarfélaga máli? Hvernig líður þeim sem við tölum illa um? Á þessum vangaveltum er m.a. tekið í leiksýningunni Oddur og Siggi sem sýnt var öllum nemendum í 6. bekkjum grunnskólanna í Reykjanesbæ í gær.

Leiksýningin fjallar um flókin samskipti í heimi skólabarna. Tekið er á málunum af einlægni og húmorinn er aldrei langt undan. Sýningunni er ætlað að auka meðlíðan og skilning á afleiðingum sem óvarleg samskipti barna kunna að hafa í för með sér.
Oddur og Siggi eru leiknir af Oddi Júlíussyni og Sigurði Þór Óskarssyni.

SSS
SSS

Á vef Þjóðleikhússins kemur eftirfarandi fram um sýninguna:

Oddur og Siggi hafa verið bestu vinir í 10 ár og bjóða okkur í veislu þar sem þeir fagna áratuga vinskap sínum og skemmta okkur eins og þeim einum er lagið. Þeir rifja upp ýmislegt úr sinni vinskapartíð.

Grunnskólaárin eiga að vera skemmtilegur tími, ekki satt? En það getur orðið flókið að eiga vini. Stundum verulega flókið. Þá getur verið gott að búa sér til sinn eigin draumaheim, til að komast burt úr veruleikanum. En maður getur víst ekki alltaf verið þar, eða hvað?