Lending Önnu Hallin í Suðsuðvestur

Á sýningunni verða ný verk; teikningar, skúlptúrar, teiknimynd og vídeóauga.
Kveikjan að myndverkaröðinni eru hugmyndir um snertifleti drauma, um þyngdarleysi.
Í skúmaskotum heimila og opinbera staða býr hið undirmeðvitaða. Hvar geymum við minningar og drauma og í hvaða herbergi komum við þeim fyrir? Í kjallaranum, upp á háalofti, í klæðaskápnum eða fram á gangi?
Hvernig er eðli rýmisins, form og staðsetning? Minning sem býr upp á háalofti hefur annan keim en þær minningar sem hafast við í kjallaranum. Í kjallaranum eru rætur hússins, á bak við veggi og undir gólfi kjallarans býr jörðin. Það sem hefst við í kjallaranum hreyfir sig hægar, skýst ekki um, er leyndardómsfullt...
Leit að lendingarstað fyrir möguleika.
Suðsuðvestur er opið á fimmtudögum og föstudögum frá 16 – 18:00 og um helgar frá 14 – 17:00.