Listsýningin Útlínur litanna í 88 Húsinu

Í listsköpun sinni notar Stefán tölvutæknina í stað pensla, en allar myndirnar eru unnar á stafrænan hátt. Stefan Swales fluttist frá Svíþjóð fyrir 5 árum og hefur búið í Keflavík síðan, en hann er lærður prentsmiður. Hann er starfsmaður hönnunardeildar Víkurfrétta. Sýningin er opin alla daga kl. 13-23 til 27. mars.
