Fimmtudagur 21. janúar 1999 kl. 21:59
LJÓSBROT ÚR GRINDAVÍK

Sól er farin að hækka á lofti, þó ekki sé nema um hænufet eða svo hvern dag. Tóbías Ægisson er mikill ljósmyndadellukarl í Grindavík og gerir víðreist um Grindavík og nálæg nes með myndavélina sína á fjallahjólinu. Tobbi var á Hópsnesi á dögunum og sá þessa sólarskímu sem virtist eiga erfitt með að skína gegnum drungaleg skýin.