Mannlíf

Mammút mætir í Hljómahöll
Hljómsveitin Mammút.
Föstudagur 12. september 2014 kl. 09:00

Mammút mætir í Hljómahöll

- tónleikar í Bergi, nýjum tónlistarsal.

Hljómsveitin Mammút mun koma fram í nýjum tónleikasal Hljómahallar, Bergi, þann 25. september.
Mammút er ein vinsælasta hljómsveit landsins en hún vann til þrennra verðlauna á Íslensku tónlistarverðlaununum í ár. Platan þeirra Komdu til mín svarta systir var valin plata ársins, lagið Salt var valið lag ársins og plötuumslag plötunnar valið það besta. Hljómsveitin sigraði á Músíktilraunum árið 2004 og hefur gefið út þrjár breiðskífur sem hafa notið mikilla vinsælda en sveitin hefur átt góðu gengi að fagna, jafnt hérlendis og erlendis.

Sveitina skipa þau Katrína Mogensen (söngur), Ása Dýradóttir (bassi), Alexandra Baldursdóttir (gítar), Arnar Pétursson (gítar) og Andri Bjartur Jakobsson (trommur).

Nánari upplýsingar um viðburðinn hér.