Mannlíf

Már Gunnars heldur áfram að gera það gott
Már með sigurverðlaunin í keppninni.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
miðvikudaginn 22. janúar 2025 kl. 11:35

Már Gunnars heldur áfram að gera það gott

Tónlistarmaðurinn Már Gunnarsson heldur áfram að gera það gott en hann vann nýverið keppnina The Lions World Song Festival for the blind. Keppnin er haldin á tveggja ára fresti í Póllandi en frá því að keppnin hóf göngu sína árið 2013 hafa 90 söngvarar frá 24 löndum og fjórum heimsálfum, komið fram. Sigur í keppninni hefur verið stökkpallur fyrir marga af sigurvegurunum og allar líkur á að Már nýti þennan stökkpall vel í framtíðinni.

Þýska ríkssjónvparpið Deutsche Well fjallaði um keppnina, fylgdi eftir þýskum keppanda og tók auk þess viðtal við Má. 

Hlekkur á sigurlagið og innslagið í heild sinni fylgir hér með.