Mozart í Ytri-Njarðvíkurkirkju

Kórarnir sem koma m.a. frá Kjalarnesi, Vestmannaeyjum, Garðabæ, Álftanesi, Hafnarfirði og Suðurnesjum mæta til æfinga kl. 10:00 og eru æfingar í kirkjunni, Tónlistarskólanum við Þórustíg og Njarðvíkurskóla.
Hljómsveit skipuð fiðluleikurum, organistum og kontrabassaleikurum mun leika við messuna undir stjórn organista úr prófastsdæminu. Dr. Gunnar Kristjánsson prófastur mun predika og þjóna til altaris ásamt sóknarpresti.
Allir eru boðnir velkomnir í kirkjuna segir í tilkynningu til Víkurfrétta.