MYLLUBAKKASKÓLI:
Myllubakkaskóli verður síðastur grunnskóla Reykjanesbæjar til að ná einsetningu. Viðbygging skólans er nú fokheld og verður, að sögn Vilhjálms Ketilssonar skólastjóra, afhent í september 2000. „Miklar framkvæmdir hafa einkennt sumarið. Það er búið að malbika suðurtúnið og bifreiðastæði verða útbúin við Norðurtún. Þá er verið að vinna í gervigrasvellinum. Samkvæmt síðustu tölum verða nemendur skólans 405, þar af 45 í fyrsta bekk. Á þessum vetri verður einn 10. bekkur, þrískiptar bekkjadeildir í fyrsta og sjötta bekk og aðrir bekkir tvískiptir. Búið er að manna allar kennarastöður og eru allir almennir bekkjakennarar kennaramenntaðir. Einn nýr leiðbeinandi hefur hafið störf, Særún Ástþórsdóttir, og verður hann aðstoðarkennari í öðrum bekk sem er mjög fjölmennur. Nýbúið er að taka ákvörðun um að tölvukennsla verði á vegum skólans og eftir að ráða aðila til að til að sjá um hana.“Hvernig lýst skólastjóranum á í upphafi skólaársins?„Heilmiklar breytingar eru að eiga sér stað á skólakerfi Keflvíkinga. Við, hér í Myllubakkaskóla, erum t.d. að taka inn eldri nemendur(7-10. bekk), í fyrsta sinn síðan 1954, og gaman verður að sjá hvernig til tekst. Annars finnst mér jákvætt hugarfar einkenna þá þróun sem á sér stað í skólamálum bæjarins. Fólk verður þó að vera þolinmótt og umburðarlynt á þessum fyrstu skrefum einsetningarinnar.“