Myndarlegur afrakstur myndlistarnámskeiðs barna

Yfir 100 manns mættu á opnun sýningarinnar á föstudag en yfirskrift hennar var fordómar og friður á jörð. Á sýningunni voru sýndar grímur, hljóðfæri og grafík verk. Krakkarnir voru á aldrinum 7-14 ára. Að sögn Hjördísar Árnadóttur formanns myndlistafélagsins hefur verið töluverð aðsókn á sýninguna. Sýningunni lauk á sunnudag. Hér var ekki um sölusýningu að ræða þar sem krakkarnir telja verk sín ómetanleg.
Myndin: Hjördís við grímu Inga Rúnars, 9 ára. VF-mynd: Guðjón Kjartansson