Nick Cave á Ásbrú
ATP tónlistarhátíðin 28. og 29. júní á Ásbrú í Reykjanesbæ.
Tónlistarhátíðin All Tomorrow's Parties á Íslandi sem haldin verður á Ásbrú helgina 28.-29. ágúst kynnir til leiks hina goðsagnakenndu hljómsveit NICK CAVE & THE BAD SEEDS. Hátíðin verður haldin á gömlu NATO herstöðinni Ásbrú og nú er orðið ljóst hvaða tónlistarmenn troða þar upp. Nick Cave spilaði síðast á Íslandi árið 2006 en hljómsveitin hans, The Bad Seeds, kom síðast fram á Íslandi árið 1986 þegar Nick Cave heimsótti Ísland í fyrsta sinn. Hann hafði þetta að segja um fyrirhugaða tónleika á ATP Iceland, „uppáhalds tónlistarhátíðin mín í uppáhaldslandinu mínu.“ Tónlistardagskrá hátíðarinnar verður ekki af verri endanum en auk Nick Cave & The Bad Seeds munu eftirtaldar hljómsveitir koma fram:
CHELSEA LIGHT MOVING (með forsprakka Sonic Youth, Thurston Moore í fararbroddi)
THE FALL
THE NOTWIST
THEE OH SEES
DEERHOOF
MÚM
HAM
DEAD SKELETONS
MUGISON
SQÜRL (með leikstjórann Jim Jarmusch fremstan í flokki)
AMIINA
VALGEIR SIGURÐSSON
GHOSTIGITAL
PUZZLE MUTESON
ÆLA
KIMONO
APPARAT ORGAN QUARTET
HJALTALÍN
SNORRI HELGASON
Auk tónlistardagskrár verður í boði kvikmyndadagskrá í Andrews Theather sem Jim Jarmusch mun meðal annarra sjá um og Popppunktur í boði Dr. Gunna.
ATP var fyrst haldin árið 2000 í Bretlandi og hafa viðburðir á vegum ATP verið haldnir víða um heim við mjög góðan orðstír. Íslenskir tónlistarmenn, eins og Sigur Rós, múm, Mugison og Botnleðja hafa komið fram á hátíðinni og ófáir íslenskir tónlistarunnendur sótt hana heim. Það er því tímabært að ATP heimsæki Ísland.