Mannlíf

Þriðjudagur 28. maí 2002 kl. 11:56

Njóta góða veðursins

Unga fólkið í Keflavík nýtur góða veðursins, enda hiti og sól og engin ástæða til annars en að brosa. Þessa krakka hitti ljósmyndari Víkurfrétta á horni Hátúns og Aðalgötu. Farskjótarnir voru fjölbreyttir. Ein stelpan var á hlaupahjóli, önnur á línuskautum á meðan sú þriðja var á venjulegu reiðhjóli með hjálpardekkjum. Sú fjóða lét sér nægja tvo jafnfljóta.Að sjálfsögðu voru svo allir með hjálma eins og lög gera ráð fyrir.

Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson