Fimmtudagur 14. febrúar 2008 kl. 14:10
Ný vefsíða á Háskólavöllum

Opnuð hefur verið nýtt vefsetur í tilefni útgáfu nýs tímarits sem áætlaðer að komi út um mánaðarmótin febrúar/mars á Háskólavöllum. Nýja tímaritið mun aðallega þjóna íbúum gamla varnarsvæðisins en verður einnig dreift á almenningsstöðum í Reykjanesbæ t.d. bókasafni og bensínstöðvum fyrst til að byrja með, ef útgáfa gengur vel þá er aldrei að vita nema fjölgað verður í prentun en fyrsta upplag er 1000 eintök. Vefsíðan og tímaritið fékk hið íslenska nafn "beysinn" sem er dregið af að herstöðin var í daglegu tali nefnd "base-inn", slóðin er
www.beysinn.com