Mannlíf

Ofurhetjur og prinsessur á sumarhátíð
Skrúðganga með íslenska fánann og allt.
Miðvikudagur 9. júlí 2014 kl. 09:46

Ofurhetjur og prinsessur á sumarhátíð

Starfsfólk og nemendur Tjarnasels gerðu sér glaðan dag.

Margir leikskólar eru farnir í sumarfrí en síðustu daga fyrir fríið nýtt starfsfólk og börn sér blíða daga og efndu til sumarhátíða. Hjá Tjarnarseli í Reykjanesbæ brugðu börnin sér í búninga og starfsfólk settu á sig hatta og kórónur. Þau gengur saman í skrúðgöngu um bæinn, grilluðu pylsur og léku sér saman. Meðfylgjandi myndir eru af Fésbókarsíðu Tjarnarsels.