Mannlíf

Opnar myndlistarsýningu á nýju ári
Þriðjudagur 27. desember 2005 kl. 17:28

Opnar myndlistarsýningu á nýju ári

Dröfn Sigurvinsdóttir opnar myndlistasýningu í Svarta Pakkhúsinu 3. janúar n.k. kl. 17:00. Dröfn er fædd í Keflavík árið 1961. Hún hefur frá barnsaldri haft áhuga á listsköpun s.s. í leir ofl.

Það var fyrst á árinu 2000 sem hún fór að mála myndir er hún fór á námskeið hjá Kristni Pálmasyni myndlistamanni. Síðan hefur hún sótt fjölda námskeiða s.s. hjá Reyni Katrínarsyni, Ingunni Eydal, Írisi Jónsdóttur og Sólrúnu Björk Benediktsdóttur. Hjá Sólrúnu Björk lærði Dröf þá tækni sem hún notar mest í dag og má sjá í nýrri myndum hennar.

Dröfn hefur tekið þátt í fjölda samsýninga bæði með Baðstofunni, Eins og við erum hópnum og hjá Myndlistarskóla Reykjanesbæjar.

Þetta er fyrsta einkasýning Drafnar sem hún tengir 45 ára afmæli sínu nú í janúar.