Opnun á Listasafni Reykjanesbæjar

Um er að ræða rúmlega 20 verk unnin með olíu á striga og er myndefnið færeysk náttúra. Þeir sem eiga verk á sýningunni eru: Amariel Norðoy, Bárður Jákupsson, Eyðun av Reyni, Kári Svensson, Torbjörn Olsen og Össur Mohr. Sýningarstjóri er Aðalsteinn Ingólfsson.
Sýningin er í sýningarsal Listasafnsins í Duushúsum og er opin alla daga frá 13:00 til 17:30 og stendur til 23. apríl.