Puttalingarnir: Af hæstu tindum niður á dýpstu dýpi
Með meirihlutann hrjáða timburmönnum skröltu þeir með túristarútu frá Atitlánvatni til Antigua. Mikil afmælisveisla var að baki. Hjólreiðaferð um hina stórhættulegu vegi í kring um vatnið í umhverfi þar sem ekki einu sinni heimamenn nota vegina því bæði eru rán þar sem fátækir glæpamenn miða byssu á bifreiðar og reiðhjól saklausra vegfarenda. „Never, ever, ever take the bus,“ segja þeir og ráðleggja manni að taka bátinn sem er hvort eð er fljótari yfir. Rúnar og Anders þrjóskuðust samt og uppskáru drulluveg sem hinir íslensku torfærubílar ættu í basli með að drífa. Þar sem þetta var verst fór vegurinn í 60 gráður á og 5-600 metra háar brekkur. Fleiri en ein, „en það afmæli.“ En þegar litið var á fegurðina og afrekið er hægt að fullyrða að þetta var allt þess virði. Báturinn heim og beint á fínan veitingastað til að halda upp á afmæli. Þaðan á dúndrandi fyllerí, allir saman, því Rúnar Berg var orðin tuttugu og eins árs maður.
Sammála voru þeir um eitt. „Antigua er megaflottur staður. Gallinn er bara að bakpokalingur þarna er 100% líklegur til að fá anorexíu.“ Slíkt er maturinn dýr að sögur fara upp í 450 kall fyrir hamborgara með frönskum plús 70 kall fyrir kók. Þvílíkt og annað eins rán. Og ferðin hélt áfram. Næstu daga áttu fjórmenningarnir eftir að eyða mestum sínum tíma sitjandi í ókristilega löngum rútum því þangað sem ferðinni var heitið voru 600 kílómetrar á vegum eftir væntingum sem samsvarar samanlagt 17 klukkutímum í samgöngureiðum, deild niður í 2 til 3 daga. Stopp var planað í Cobán rústunum Hondúrasmegin landamæranna þaðan sem Skúli og Jakob skoðuðu aðrar merkilegustu (að sögn sérfræðinga) Mayarústirnar. Sammála voru þeir um að þessar rústir væru ekki peninganna virði að sjá. Annað stopp í La Ceiba var þeirra eini valmöguleiki því ferjan til Roatán (sem er ein þriggja Flóaeyja, þekkt fyrir ódýrustu kafanir heims) hafði verið felld niður vegna veðurs. Næsta morgun var henni aftur frestað og það var ekki fyrr en um kvöldið sem þeir komust til Roatán. Langri ferð var loks lokið. Eða hvað?
Næsta morgun tóku þeir meðvitaða ákvörðun að Roatán, eða allavega West End, væri ógeðslegur staður sem kostaði allt of mikið að vera á. Ferðinni var því heitið til baka til La Ceiba, og frá La Ceiba með ferju til Utila, sem er önnur eyja í Flóaeyjaklasanum sögð henta bakpokalöngum betur.
Ef enginn hafði getið sér til um þá var tilgangurinn með þessu langa ferðalagi langt út úr leið að kafa. Og það höfum við frændurnir líka stundað af kappi, núna er Skúli lengra kominn kafari og Rúnar náði sínu fyrsta köfunarleyfi sem virðist ekki ganga með öllu eins og það ætti því maðurinn verður alltaf súrefnislaus. Og nú þegar þessum punkti ferðarinnar er búinn fer öðru tímabili að ljúka. Við frændurnir höfum 6 vikur til að komast til Lima og á leiðinni eigum við eftir að sjá Amazón regnskóginn, Ekvador, Kólumbíu, Panamaskurðinn, Kosta-Ríka, Nígaragúavatn og Trujillo sem er staðurinn sem Kólumbus landaði fyrst að meginlandi Ameríku og svo náttúrulega allt það sem er á leiðinni þangað. Svona þröngur tímarammi kostar fórnir. Frumskógarsvæði hérna aðeins Austar sem kennt er við bölvað moskítókvikyndið er til dæmis ein af þessum fórnum. Í stað þess að fara í gegnum þennan svo til seinasta alvöru frumskóg mið-Ameríku eins og Jakob ætlar sér, þá förum við túristaleiðina til León í Nígaragúa með rútu á stórum fjölförnum vegum sem einhvernvegin hljómar ekki jafn spennandi og að fara til León í Nígaragúa aftan á pallbíl eða pramma í gegnum þröngan og fáfarinn frumskóg.
Eftirsjáin er ekki eini óvinurinn sem við höfum eignast. Enn skæðari eru bölvaðir skorbastarðarnir og sýklarnir sem aldrei geta látið okkur í friði þó ekki væri nema í einn sólarhring. Jafnvel þó við gefum þessum bölsköpum þeirra lífsviðurværi halda þau áfram að eitra í okkur magann, smita okkur af þessum óteljandi viðbjóðssjúkdómum sem þau bera og skilja okkur loks eftir í skítnum þeirra með blóðrautt og útklórað skinn svo ekki sé minnst á heilu metrana af bólum á okkar hvítu og viðkvæmu húð. Ég sver til skaparans að ef eitthvað af þessum bastörðum svo mikið sem hugsar sér að smita mig af malaríu, þá mun ég efna til helferðar og mun ekki hætta fyrr en síðustu pörin eru komin í rannsóknarstofu bandaríska sjóhersins í Panama. Og eins og alltaf er það Skúli sem lendir í ýkjunum. Eftir talningu komu yfir 70 bit í ljós bara á bakinu, þau minnstu 3 millimetrar í radíus og þau stærstu yfir 30. Og maðurinn er nýbúinn að jafna sig eftir væga sýklaárás sem stóð yfir í meira en 2 vikur samfleytt.
Á okkur frændurna hefur rignt síðan við stigum fæti yfir landamærin til Hondúras. Við stigum líka beint inn í rigningatímabilið hérna. Þökk sé þessari stanslausu rigningu verða tafirnar á ferðinni enn meiri, óvissa með ferjur aftur á meginlandið og frestun á köfunum sem fylgdu námskeiðunum. Skúli kláraði sínar kafanir fyrir löngu, í einni gekk skjaldbaka að honum neðansjávar eins og ekkert væri eðlilegra og í annarri skoðaði hann risa stórt flak á 30m. dýpi. Á meðan bíður Rúnar eftir að rigningunni linni svo hann gæti fengið að upplifa svipaða hluti. Hefðum við samt verið á Haítí núna hefðum við sennilega eitthvað meira til að kvarta yfir en bara rigningu. Sömuleiðis hafa aðrir bakpokalangar lent í krappari aðstæðum en við þó svo að hann var ansi krappur þegar við fengum heimsókn frá innbrotsþjóf í Belís. Til dæmis lentu Danir sem við hittum hér í Utila í þeirri óskemmtilegu lífsreynslu að rútan þeirra var stoppuð og ræningjar gengu inn miðandi byssum á farþegana og hirðandi allt fémætt af þeim. Annar Daninn var heppinn að einn ræninginn var nógu miskunnarsamur til að skila honum aftur vegabréfinu eftir að hann spurði um það. Þetta eru hlutir sem maður þarf stöðugt að óttast í fátæku löndunum og ekki er hægt að hætta fyrr en aftur heima á Fróni.