Mannlíf

Risadagur í 88 húsinu
Laugardagur 26. apríl 2008 kl. 09:30

Risadagur í 88 húsinu

Sannkallaður risadagur verður í 88 húsinu  í dag þar sem fjölmargir úrvalsviðburðir verða á dagskrá en þar á meðal má nefna brettamót, fatasýningu, ljósmyndasýningar, málverkasýningar, videoverk, graffitisögu, digital art, graffiti-keppni og tónleika.

Dagskráin hefst klukkan 12 með upphitun fyrir brettamótið sem hefst klukkan 14:00 og er áætlað að verðlaunaafhending fari fram klukkan 15:30.

Tónleikar hefjast síðan um 18:00 en fjölmargir listamenn koma fram á þeim þar á meðal Kíló, S. Cro, Spaceman, MC Gauti, Kiddi Kjaftur, Stebbi HD, Cheeze, Basic-B, El Forte og margir fleiri.

Sjá nánar hér