Rjúpnafundur í Reykjanesbæ

Ljósmyndari Víkurfrétta rakst á þetta óttalausa þríeyki við leikvöllinn í Eyjahverfinu í Reykjanesbæ þar sem þau stóðu og spókuðu sig. Mikil þoka og slæmt skyggni var á Suðvesturhorninu í morgun og er aldrei að vita nema rjúpurnar hafi villst svona duglega af leið sinni.
Þær hurfu hins vegar á brott inn í mistrið þegar þeim fannst ljósmyndarinn orðinn fullágengur.