Föstudagur 9. desember 2005 kl. 15:56
Sálin í Stapa 30. desember

Sálin verður með ball í Stapa föstudaginn 30. desember n.k. en þessi böll Sálarinnar á Suðurnesjum milli jóla og nýars eru feikilega vinsæl. Suðurnesjamenn ættu ekki að láta þetta tækifæri sér úr greipum ganga þar sem Sálin mun draga sig í hlé eftir áramót um óákveðinn tíma.