Þriðjudagur 10. október 2006 kl. 17:17
Sjö ára í danskennslu í skólanum

Þrátt fyrir að vera nývöknuð þá fundu krakkarnir í 2. bekk í Heiðarskóla rétta taktinn í dansinum í fyrstu kennslustund í morgun. Hún Ester Níelsdóttir, danskennari hefur undanfarnar sex vikur kennt krökkunum dans og sagði hún þau standa sig mjög vel. Hún kenndi ýmis dansafbrigði allt frá enskum vals upp í léttari spor. Eftir áramót verður aftur tekin ný dansspor. Það er því óhætt að segja að fjölbreytnin verði sífellt meiri hjá ungum nemendum í skólastarfinu.