Skemmtileg 80's stemmning á Dimmision

Fyrst var sýnd hreint frábær stuttmynd þar sem kennurum (og skrifstofudömum) skólans var lýst á skoplegan hátt. Um nóttina hafði hópurinn heimsótt nokkra kennara og skemmtu viðstöddum með því að sýna myndir af misvelvöknuðum lærimeisturum sínum.
Að lokum voru kennurum svo veitt verðlaun; valinn var flottasti gaurinn, flottasta gellan, besti listakennarinn, best klæddi kennarinn, skemmtilegasti kennarinn, besti vinurinn og viskubrunnur skólans. Að lokum var besti kennarinn að sjálfsögðu valinn og hlaut Hulda Egilsdóttir íslenskukennari þann eftirsótta titil.
Um kvöldið snæddu útskriftarnemendur hina hefðbundnu síðustu kvöldmáltíð með kennurum og starfsfólki skólans.
Texti, mynd og fleiri myndir/www.fss.is