Slegið í gegn með séra Birni í Galtalæk

Kristín segir það nauðsynlegt að ungir krakkar og unglingar séu ekki eftirlitslausir á útihátíðum vegna þeirra hættna sem þar eru. Hún segir að það sé mikill munur að vita af foreldrum sínum eða örðum fullorðnum, sem hægt sé að leita til, á svæðinu ef eitthvað kemur uppá. Hún vill þó ekki meina að foreldrar og unglingar þurfi að vera alltaf saman eða tjalda á sama stað heldur sé þetta ákveðið öryggi. Kristín hafði sjálf mjög gaman af þessum ferðum og gáfu þær henni mikið.
Að mati Kristínar hafa útihátíðir ekki mikið breyst mikið síðan hún var unglingur þó hefur hún orð á því að meira framboð sé á eiturlyfum og auðveldara að nálgast þau. Hún veit það þó að langflestir sem stunda útihátíðir láta slík efni í friði og eru til sóma.
Kristín ætlar að taka því rólega þessa verslunarmannahelgi og eyða henni í sumarbústað móður sinnar. Hún er þó staðráðin í því að fara á Þjóðhátíð í framtíðinni því þangað hefur hún aldrei farið en það verður að bíða betri tíma. Að lokum hvetur hún alla foreldra sem eiga unglinga að fara með þeim á útihátíðir því það gefur mikið öryggi og sé frábær skemmtun.