Söngvar í Frumleikhúsinu

Á útgáfuhátíðinni ætla nokkur tónskáldanna að leika og syngja lög sín, þeir Birgir Svan Símonarson, Guðmundur Hermannsson (Mummi), Gunnar Skjöldur Baldursson og Oddur Ingi Þórsson. Sveindís Valdimarsdóttir aðstoðar við flutninginn auk þess sem Þór les nokkur ljóð á milli tónlistaratriða.
Húsið opnar klukkan 20:00 og hægt er að kaupa léttar veitingar á staðnum.
Dagskráin hefst klukkan 20:30.
Aðgangur er ókeypis.