Mannlíf

Spilar golf með góðum vinum
Laugardagur 2. ágúst 2014 kl. 20:25

Spilar golf með góðum vinum

Verslunarmannahelgi Suðurnesjamanna

Bergvin Ólafarson er úr Grindavík og er sjómaður. Þjóðhátíð er í miklu uppáhaldi hjá honum en þessi helgi verður þó í rólegri kantinum.

Hvað á að gera um verslunarmannahelgina og hvert á að fara?
Ég ætla í sumarbústað með fjölskyldunni, hitta góða vini og spila nokkra golfhringi.

Hvað finnst þér einkenna góða verslunarmannahelgi og finnst þér eitthvað vera ómissandi um þessa helgi?
Þjóðhátíð í góðu veðri með góðum vinum er toppurinn.

Er einhver verslunarmannahelgi sem er eftirminnilegri en aðrar hjá þér?
Síðustu ár hef ég farið á sunnudeginum til Eyja og það er alltaf jafn gaman. Í fyrra toppaði Gunna vinkona mín helgina þegar hún sofnaði í brekkunni fyrir brekkusönginn.