Mannlíf

Sprenghlægilegt jólaleikrit hjá Leikfélagi Keflavíkur
Jólasveinninn kemur við sögu í leiksýningunni.
Mánudagur 3. desember 2012 kl. 10:26

Sprenghlægilegt jólaleikrit hjá Leikfélagi Keflavíkur

Leikfélag Keflavíkur frumsýndi um helgina nýtt frumsamið jólaleikrit eftir þá Jón Bjarna og Arnór Sindra, sem báðir eru félagar í Leikfélagi Keflavíkur. Jólaleikritið heitir Jólin koma… eða hvað?

Verkið fjallar að sjálfsögðu um jólin og ýmislegt í kringum þau með óvæntum uppákomum og fjöri auk þess sem vinsæl og þekkt jólalög óma inni á milli atriða í flutningi frábærra söngvara sem félagið er svo heppið að hafa innanborðs.

Það er óhætt að segja að verkið hafi fallið vel í kramið hjá áhorfendum. Sýningin er sprenghlægileg og kútveltist salurinn um að hlátri.

Nánar verður fjallað um jólasýninguna í Víkurfréttum á fimmtudaginn.

Ljósmyndir í meðfylgjandi myndasafni tók Ellert Grétarsson. Myndirnar með þessari frétt tók hins vegar Hilmar Bragi.

Hér má sjá höfundana og leikstjórana Jón Bjarna og Arnór Sindra í lok frumsýningar.