Styttist í Sandgerðisdaga

Útvarpsstöðin Bylgjan verður á puttanum í Sandgerði og verður með beina útsendingu frá hátíðinni. Dagskrá hátíðarinnar er enn í mótun, en stefnt er að því að hátíðin í ár verði með glæsilegasta móti.
Í tengslum við hátíðina er m.a. efnt til ljósmyndasamkeppni þar sem verkefnið er sumar í Sandgerði. Þá geta börn einnig tekið þátt í teiknimyndasamkeppni.
Þeir sem vilja leggja eitthvað til hátíðarinnar, s.s. skemmtiatriði eða annað geta haft samband við Guðjón Þ. Kristjánsson á bæjarskrifstofunni í Vörðunni, sími 420 7555 eða á [email protected]
Hægt er að fylgjast fréttum af undirbúningi hátíðarinnar á vefnum 245.is