Mannlíf

Fimmtudagur 20. september 2001 kl. 09:40

Suðrænt Salsa

Það var suðræn stemning í Myllubakkaskóla á mánudag þegar salsanámskeið fór fram á sal skólans. Leiðbeinandi á námskeiðinu eru Carlos og Rannveig en þau hafa kennt salsasporin á námskeiðum í Reykjavík. Þeir sem sóttu námskeiðið á mánudag voru ánægðir með kennsluna og virtust vera fljótir að ná sporunum. Fimm tímar eru eftir og er enn hægt að bæta við fólki á námskeiðið. Þeir sem hafa áhuga á að læra salsasporin geta hringt í síma 865-0376 eða 565-5527 og látið skrá sig eða mætt tímanlega næsta mánudag en námskeiðin fara fram í Myllubakkaskóla kl. 20.