Mannlíf

Sumarblóm í garðinn
Laugardagur 28. maí 2005 kl. 12:09

Sumarblóm í garðinn

Það er blómlegt um að litast fyrir utan Ytri Njarðvíkurkirkju í dag. Systrafélag kirkjunnar er með sinn árlega blómamarkað um helgina en þar getur fólk komið og keypt blóm til þess að punta garðinn yfir sumarið.

„Þetta hefur verið í gangi í mörg ár og markaðurinn verður alltaf vinsælli með árunum,“ sagði Sigurbjörg Björnsdóttir, varaformaður Systrafélags Ytri Njarðvíkurkirkju. „Við erum aðallega með sumarblóm þ.e.a.s. pottablóm en erum einnig með nokkur í stykkjatölu. Við erum líka með rósir og einstaka tré og runna,“ sagði Sigurbjörg.

Markaðurinn hófst í gær og mun standa til sunnudags. Í dag er opið til 16:00 en á morgun opnar klukkan 13 og lokar eitthvað um 17.

„Þetta er okkar aðal fjáröflun en allur ágóði fer til styrktar kirkjunni,“ sagði Sigurbjörg.

VF-mynd: Atli Már Gylfason